Færslur: 2011 Mars31.03.2011 18:067447- Hafaldan SI 77447-Hafaldan SI 7 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Hafaldan SI 7 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Hún er glæsileg Hafaldan SI 7 eftir breytingarnar hjá Baldri á Hliðarenda og sonum hans Báturinn var dekkaður luningar hækkaðar upp og ásamt þvi að Báturinn var almálaður allar þessar breytingar munu auka til muna alla vinnuaðstöðu á dekkinu Skrifað af Þorgeir 30.03.2011 22:48Kolbeinsey EA 3522499- Kolbeisey ÞH 352 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Guðlaugur Óli Þorláksson útgerðarmaður á Kolbeinsey EA og Hafborgu EA var að fara úti Grimsey i morgun með viðkomu á Dalvik og Fékk ég hann til að taka smá hring fyrir mig sem að var mjög auðsótt mál báturinn mun væntanlega veiða úr strandveiðikvóta landsmanna þegar þær veiðar hefjast Skrifað af Þorgeir 30.03.2011 20:13Rósa i Brún ÞH 506347-Rósa i Brún ÞH 50 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Strákarnir á Rósu i Brún þh 50 þeir Aðalsteinn Tryggvasson og Viðir Egilsson héldu út frá Akureyri i morgun til að leggja Gráslebbunetin og um borð voru um eitthundrað net ásamt viðeigandi búnaði það er fyrst nú sem að gefið hefur vegna til að leggja vegna þrálátra bræla sem að sjómenn eru að verða búnir að fá sig fullsadda af Skrifað af Þorgeir 29.03.2011 16:51Nýr bátur sjósettur á Patreksfirði
Skrifað af Þorgeir 28.03.2011 20:10Aukning aflaheimilda er hraðvirkasta hagvaxtartækið sem landsmenn hafa í höndunumStefán Guðmundsson © mynd þorgeir Baldursson 2010 Hérna heldur Stefán Guðmundsson skipstjóri á Aron ÞH 105 á vænum þorski Ca 25 kiló Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að líklega sé meirihluti fyrir því á Alþingi að bæta við aflaheimildum í nokkrum helstu botnfisktegundunum, einkanlega þó þorski. Hann sé enda farinn að vaxa úr sér svo horfir til vandræða í fiskverkun víða um land.
Þetta kemur fram pistli Sigmundar á vefsíðu sinni og þar segir ennfremur: "Ég hef talað fyrir því að auka aflaheimildir við þær aðstæður sem nú ríkja í hafi og efnahag. Sjómenn og fiskverkendur, sem ég er í ágætu samtali við, eru einhuga um að aldrei hafi fiskgengd verið jafn mikil það sem af er þessari öld - og pundið aldrei verið þyngra. Við þessar aðstæður er ekki ónýtt að spyta sosum eins og 20 milljörðum inn í hagkerfið með yfir 20 þúsund tonna aukningu heimilda - og binda þau jafnvel við landvinnslu sem skilaði yfir 1000 störfum á stundinni. Aukning aflaheimilda er hraðvirkasta hagvaxtartækið sem landsmenn hafa í höndunum. Og þörfin er skýr; aukinn hagvöxtur eða aukinn niðurskurður. Við eigum að taka tillit til reynslu og vísinda í auðlindamálum okkar. 25 þúsund tonna aukning aflaheimilda, jafnvel næstu 3 árin, eru innan áhættumarka - og viðheldur vexti stofnsins. Ég hyggst spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag hvað tefji för í þessu efni," segir Sigmundur. Skrifað af Þorgeir 28.03.2011 15:09Ásta B i TromsöÁsta B og Bjarni Sigurðsson i Tromsö © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Ásta B við bryggju i Tromsö © mynd þorgeir Baldursson 2011 Hérna má sjá aflaskipið Ástu B i höfn i Tromsö fyri stuttu siðan og hér má sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið sem að gerir út bátinn www.eskoy.no Skrifað af Þorgeir 27.03.2011 12:44Mark Liubovsk 2 M-0347Mark Liubovsk 2 M-0347 (ex Fengur HF 89) © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Þetta skip er nú loksins komið i fulla drift og er i eigu Rússneskra aðila var að landa i Tromsö um daginn ekki veit ég um afla hjá þeim nokkur fleiri rússnesk skip voru þarna að veiðum og munu bitast myndir af þeim innan skamms hér á siðunni Skrifað af Þorgeir 27.03.2011 12:27Kapitan Naumov brælusyrpaKapitan Naumov ©mynd þorgeir 2011 Stungið sér i gegn ©Mynd þorgeir 2011 Stefnið i Gegn um skaflinn © Mynd þorgeir 2011 Skrifað af Þorgeir 26.03.2011 22:10Kapitan NaumovKaptein Naumov © mynd þorgeir Baldursson 2011 Þessi Rússneski togari var á siglingu i Norsku Landhelgnni i siðustu viku Hann er 60 metra langur og 11 metra breiður Hvaða systurskip á hann og hvar er hann smiðaður Skrifað af Þorgeir 24.03.2011 16:21Erlendur togai i brælu Mtr Harvester PD 98 Peterhead ©Ljósmyndari Óþekktur Þessi mynd er fengin af fiskerii og sjófart og sýni vel hversu hættlegt er að stunda sjómennsku við erfiðar aðstæður enda getur Ægir skvett hraustlega úr sér ef að honum þykir þess þurfa Skrifað af Þorgeir 22.03.2011 02:24Tveir GrænlenskirSisimiut GR 6-500 (Ex Arnar HU 1 ) mynd Þorgeir Baldursson 2011 Polar Princess GR 14-49 Mynd þorgeir Baldursson 2011 Mikill fjöldi erlendra togara hefur verið að veiðum i Norskri landhelgi undanfarið og hefur mátt sjá þar bæði Grænlenska Rússneska Þýska Islenska ásamt ef til vill einhverjum fleiri þvi að mikil skipa umferð er við strendur Noregs bæði fiski tank og flutningaskipa af öllum stærðum og gerðum mun ég á næstu dögum setja inn efni frá þessum tveimur túrum sem að við höfum farið þangað ásamt mannlifsmyndum af sjómönnum i leik og starfi Skrifað af Þorgeir 18.03.2011 14:32Svipmyndir úr Norsku lögsögunniÞór HF 4 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Venus HF 519 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Málmey SK 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Norskur Lundi i heimsókn © mynd þorgeir Baldursson 2011 Svo var farið að bæta trollið © mynd þorgeir Baldursson 2011 OG dagurinn endaði i spilavist © mynd þorgeir Baldursson 2011 Hérna koma nokkra myndir sem að ég tók i siðasta túr hérna og er ekki best að myndirnar tali sýnu máli hvað finnst ykkur lesendur Góðir Skrifað af Þorgeir 18.03.2011 13:16Ný Cleopatra 31 til Hólmavíkur2806- Herja ST 166 © Mynd Högni Bergþórsson Ný Cleopatra 31 til Hólmavíkur
Útgerðarfélagið Hlökk ehf á Hólmavík fékk núna á dögunum afhentann nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stenda Ingvar Pétursson og Bryndís Sigurðardóttir. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Herja ST-166. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Fyrir á útgerðin anna bát Hlökk ST-66 af gerðinni Cleopatra 38. Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er einnig útbúinn til grásleppu og handfæraveiða. Línuspil er frá Beiti og netabúnaður frá Rapp. Báturinn mun byrja á grásleppuveiðum núna fram eftir vori. Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða. Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.Heimild www.trefjar.is
Skrifað af Þorgeir 17.03.2011 01:45Sigurbjörg ÓF 1 i brælu1530 Sigurbjörg ÓF 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2011 Sigurbjörg ÓF 1 © Mynd Þorgeir Baldursson 2011 Sibbann i meira pusi© Mynd þorgeir Baldursson 2011 djúpir öldudalir i Norsku lögsögunni ©mynd þorgeir Baldursson Sigurbjörg ÓF 1 sem að er i eigu Ramma á siglufirði hélt af stað heimleiðis seinnipartinn i gær en þá var skipið búið að fylla sig alls um 11000 kassa sem að gera um 600 tonn uppúr sjó aflaverðmætið er um 150 milljónir þetta er annar túrinn sem að skipið fer i norsku lögsöguna á þessu ári auk Sigurbjargar Óf 1 eru Sólbakur EA 1 á veiðum lika en hann fiskar i is i rússnesku lögsögunni var Gnúpur GK að klára sinn kvóta og hélt hann heimleiðis i dag veðráttan á veiðislóðinni er allveg sérkapituli fyrir sig einkennist að mikilli brælu og þungum sjó sem að gerir alla vinnu mun erfiðari en ella og virðist litið lát á hver lægðin á eftir annari svo að ekki sér högg á Skrifað af Þorgeir
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is